Viljinn eða formið rétthærri?

Það er nú svo að þeir sem veljast í yfirkjörstjórnir eru stundum meira við hugann við formsatriði en vilja kjósenda. Í kosningum þar sem ég sá um umsjón talningar voru atkvæði þar sem viljinn kom skýrt fram en formgalli var á, úrskurðuð ólögleg.

Þá hafði kjósandi sumsé raðað fólki frá 1 upp í 8, en samkvæmt forminu átti aðeins að telja upp í 7. Mér fannst eðlilegast að vilji þessa kjósanda væri virtur og tölur hans frá 1 upp í 7 væru taldar til atkvæða. Formaður kjörstjórnar ákvað hins vegar að þetta væri klárlega ógilt atkvæði þar sem á því væri þessi formgalli.

Kjósandi sem lét vilja sinn í ljós var því sviptur atkvæði sínu fyrir þá sök að skrifa 8 við einn frambjóðandann.

Þau atkvæði sem eru hins vegar klárlega ógild (sömu tölur endurteknar, krotað yfir sömu númer, erfitt að sjá hver var endanleg niðurstaða, vísur og kvæði sem þannig persónugreina nafnlausar kosningar) eiga að sjálfsögðu að vera það, en það er varla persónugreinanlegt að hafa skrifað einni tölu meira en flestir aðrir (voru nokkur svona atkvæði þar sem farið var upp fyrir sjöuna).

Spurningin er, á atkvæðisrétturinn að njóta vafans eða formið sem kjörstjórn ákveður? Ég er klárlega á því að þetta atkvæði hafi verið löglegt og sýnt vilja kjósandans.

Hvað þetta varðar þá er nokkuð ljóst að það er formsatriði sem kjörstjórn hefur ákveðið með sjálfri sér að kjördæmið sé tekið fram, það er ekki að finna í lögum. Ef kjörstjórnir vilja að ákveðnum formlegheitum sé framfylgt eiga þær að gefa það út með leiðbeiningum og viðeigandi formum sem aðilar geta nálgast, ella eru þetta bara tiktúrur hjá þeim sem samræmist ekki lögum og lýðræðislegum hefðum.


mbl.is Kjörstjórn klofnaði í Kraganum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jóhannes Birgir Jensson

Höfundur

Jóhannes Birgir Jensson
Jóhannes Birgir Jensson

Bloggvinir

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 24
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 24
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband