14.2.2010 | 14:42
Misskilningur Gunnars
Ekki liggur fyrir enn endanlegt skipulag vestast á Kársnesi og á Nónhæð. Ljóst er að leiða þarf þau mál til lykta í samráði við íbúða þessara svæða en nokkur ágreiningur hefur verið á milli byggingaraðila og íbúa á þessum svæðum.
Hérna afhjúpar hann grundvallarmisskilning sinn. Skipulagið hefur legið fyrir í fjölda ára, og það er samkvæmt því sem hundruð og þúsundir íbúa hafa valið sér þarna heimili.
Breytingin er sú að utanaðkomandi aðilar, hér nefndir byggingaraðilar, hafa ákveðið að byggja sér þarna féþúfur. Með því að fá skipulaginu breytt verða féþúfurnar stærri en ella, þetta er ástæðan fyrir því að Kristján Snorrason verktaki (KS-verktakar) vill fá að byggja blokkarhverfi á svæði á stærð við fótboltavöll efst á nónhæð, og koma þar fyrir 700 manns.
Sem núverandi eigandi landsins vill því þessi einstaklingur troða fótum hagsmuni íbúa Nónhæðar og nágranna þeirra, bæði í Kópavogi og Garðabæ. Sem verktaki sjálfur er Gunnar fullur samúðar í garð Kristjáns og því eru íbúar orðnir hindrun í vegi verktakans.
Vilji tveggja manna á því að umbreyta heilu hverfi sem þykir afar vel heppnað með blandaða byggð. Byggðin er lágreist efst á hæðinni en hærri neðst í dalnum. Þannig skyggir enginn á annan svo að mikill ami stafi af. Breytingin sem Kristján vill fá í gegn mun ekki aðeins sökkva nágrönnum hverfisins í skuggaborg allt árið í kring, og þar kemur þetta verst við leikskólann sem mun aðeins njóta sólar í lok dags, heldur einnig hafa mikil áhrif á nærstadda þjónustu.
Sjálfur var ég í þrjú ár á biðlista með að fá heimilislækni á heilsugæslustöð hverfisins, hvernig 700 íbúar eiga að geta gengið þar inn hikstalaust á ég erfitt með að sjá. Smáraskóli er loks nú að losa kennslu úr tréskúrum á lóð sinni, þeir færu strax í notkun við þetta.
Íbúasamtökin Betri Nónhæð hafa fjallað ítarlega um þetta. Viðmótið frá Gunnari hefur ávallt verið fjandsamlegt og á fundi með honum spurði hann hvað við vildum í staðinn á landið, tillaga hans var að byggja þar fangelsi í staðinn!
Gunnar hefur komið götum og holræsum og mörgum nýframkvæmdum Kópavogs í gott horf, en verktakagenið í honum er of sterkt til að okkur sé óhætt að hafa hann í valdastöðu á meðan að verktakinn hefur alltaf rétt fyrir sér í hans huga.
Byggingaraðilinn hefur aðeins þann rétt sem skipulagið veitir honum, aðilar sem vilja láta breyta skipulaginu til að maka eigin krók og ganga um leið á rétt hundruða og þúsunda íbúa mega sitja heima frekar en að mæta á fund Gunnars og reyna þar að semja um nýtt skipulag.
Takk Gunnar, en bless.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Jóhannes Birgir Jensson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.