Skemmtileg undanfærsla

Nýja stefnan hjá Morgunblaðinu er að tiltaka alþingismennina sem eru í kjöri, sem útilokar ekki að aðrir séu í kjöri (allir í salnum reyndar) eða hafi boðið sig fram (sjá síðustu færslu á undan).

Þetta er að sjálfsögðu mun betra en að ljúga því að tveir séu í framboði líkt og gert var, og gert er enn á öðrum fjölmiðlum.

Sjálfur er ég búinn að kjósa og kominn heim, skipulagning kjörsins er einstaklega asnaleg og þar sem ég er rétt byrjaður að skríða saman eftir pest þá hafði ég ekki orku í að vera lengur, hvað þá að taka þátt í varaformannskjörinu.

Landsfundarfulltrúar áttu fyrst allir að troða sér inn í salinn, hurðum svo lokað og svo opnað öðru megin og fara átti hringinn, út þar og inn aftur hinum megin. Dyrnar inn aftur voru þó ekki opnaðar strax, þvaga myndaðist og þeir sem voru að koma aftur inn fundu svo fyrir stútfullan sal.

Af hverju ekki var hægt að kjósa bæði formann og varaformann í sömu ferð er undarlegt. Ennþá skrítnara er að ekki hafi verið hægt að skila atkvæðinu inn eftir eigin hentugleika líkt og fyrir miðstjórnarkjörið, en þar var kjörkassi tiltækur í tvo tíma þegar fólki hentaði að skila inn atkvæði sínu.


mbl.is Formannskjör hafið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: drilli

vona að þér batni sem fyrst og þú losnir við þessa sjálfstæðisflokksbakteríu sem alltof margir eru ónæmir fyrir.

drilli, 29.3.2009 kl. 15:54

2 Smámynd: Egill Óskarsson

Þetta er sama fyrirkomulag og hefur verið á seinustu landsfundum.

Ástæðan fyrir því að ekki er hægt að kjósa varaformann á sama tíma og kosið er til formanns er sú að þannig er fólki gefin kostur á því að kjósa einstakling sem ekki fær formannssætið í varaformanninn.

Egill Óskarsson, 29.3.2009 kl. 21:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jóhannes Birgir Jensson

Höfundur

Jóhannes Birgir Jensson
Jóhannes Birgir Jensson

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband